Skilmálar

Skilmálar

1. Um okkur
MOMO er verslun sem sérhæfir sig í fallegum og kvenlegum fatnaði.

Hjá okkur finnur þú breytt úrval af hágæða vöru í bland við stefnur og strauma hverju sinni.

2. Afhending/Afgreiðslutími
Hægt er að greiða fyrir pöntun með VISA, MASTERCARD og AMEX í greiðslusíðu Valitor, með millifærslu í heimabanka eða með greiðsluþjónustu Netgíró.

Hjá Netgíró er einnig hægt að fá vaxtalausar raðgreiðslur.

Sé varan sótt, er hægt að greiða fyrir hana við afhendingu.

Ef pöntun er greidd með millifærslu, skal leggja inn á reikning:

Reikningsnúmer: 515-26-631013 Kennitala: 631013-0230 Og senda staðfestingu á momo@momo.is

Eftir að vara hefur verið greidd, ábyrgjumst við að hún verði póstlögð næsta virka dag. Kjósi kaupandi að sækja pöntun í verslun okkar að Nóatúni 17, er hún tilbúin til afhendingar eigi síðar en næsta virka dag.

MOMO tekur ekki ábyrgð á vörunni eftir að hún hefur verið póstlögð.

3. Afhending vöru

Viðskiptavinum stendur til boða að fá sendinguna senda á næsta pósthús eða í postbox fyrir 990 kr eða í heimsendingu fyrir 1.490 kr. Allur sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira.

Við sendum allar vörur með þjónustu Pótsins og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar póstsins um dreyfingu og afhendingu. Skoða má skilmála þeirra á vefsíðunni www.posturinn.is 

Einnig er hægt að sækja vörur í verslun okkar að Nóatúni 17.

4. Vöruskil
14 daga skilaréttur er á öllum vörum í verslun og vefverslun, vara þarf að vera óskemmd og með áföstum merkimiðum.

Vara sem afgreidd er í vefverslun má skila gegn endurgreiðslu sé hún póstlögð innan viku frá móttöku. Nauðsynlegt er að tilkynna vöruskil á netfangið momo@momo.is 

Sé vöru skilað gegn endurgreiðslu þá ber viðskiptavinur ábyrgð á öllum sendingarkostnaði þ.m.t. útlögðum sendingarkostnaði verslunarinnar Momo. 

Skil á nærbuxum og sokkum er undanskilið þessari reglu en skv. tilmælum heilbrigðiseftirlitsins má ekki skila né skipta nærbuxum og sokkum þar sem innsiglið er rofið.

Útsöluvöru fæst ekki skilað en hægt er að skipta útsöluvöru fyrir aðra útsöluvöru. Eftir að útsölu lýkur fæst útsöluvöru ekki skipt.

5. Verð
Öll verð eru reiknuð með virðisaukaskatti – VSK.

Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust

6. Lög um varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Verslunarinnar Momo ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

7. Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Persónuverndarskilmálar

MOMO er vefverslun og er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu okkar kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

Ábyrgð
MOMO, hér eftir nefnt Fyrirtækið, vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Hægt er senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið momo@momo.is.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga
MOMO safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.
MOMO safnar persónupplýsingum um viðskiptavini sína í þrennskonar tilgangi; til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.
MOMO safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki á að MOMO geti ekki útvegað viðkomandi aðila vörur eða veitt þjónustu.

Miðlun persónuupplýsinga
MOMO nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Fyrirtækið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.
MOMO miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki eða í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga. MOMO er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um. MOMO afhendir vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi.
Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir MOMO trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. MOMO leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini.

Öryggi gagna
MOMO leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. MOMO tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

Persónuverndarstefna MOMO er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. MOMO áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennd með útgáfudegi. Persónuverndarstefnu MOMO má finna á www.momo.is. Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu MOMO skal senda á netfangið momo@momo.is
Persónuverndarstefna samþykkt 13.07.2020