Skilmálar

Skilmálar

 

1. Um okkur

MOMO er verslun sem sérhæfir sig í fallegum og kvenlegum fatnaði. 

Hjá okkur finnur þú breytt úrval af hágæða vöru í bland við stefnur og strauma hverju sinni. 

 

2. Afhending/Afgreiðslutími

Hægt er að greiða fyrir pöntun með VISA, MASTERCARD og AMEX í greiðslugátt Borgunar, með millifærslu í heimabanka eða með greiðsluþjónustu Netgíró. 

Hjá Netgíró er einnig hægt að fá vaxtalausar raðgreiðslur. 

Sé varan sótt, er hægt að greiða fyrir hana við afhendingu. 

Ef pöntun er greidd með millifærslu, skal leggja inn á reikning:

Reikningsnúmer: 515-26-631013

Kennitala: 631013-0230

Og senda staðfestingu á momo@momo.is

 

Eftir að vara hefur verið greidd, ábyrgjumst við að hún verði póstlögð næsta virka dag.

MOMO tekur ekki ábyrgð á vörunni eftir að hún hefur verið póstlögð.

 

3. Afhending vöru

Við sendum frítt hvert á land sem er með bréfapósti eða á þitt næsta pósthús þegar greitt er fyrir vöru í vefverslun.

Momo styðst við þjónustu Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is  

Hægt er að panta og greiða sérstaklega fyrir „pakki heim að dyrum“ Pakki heim að dyrum kemur með heimkeyrslu Póstsins og er hún þá keyrð út milli 17 og 22 daginn eftir að vara er send af stað til þín og þarf þá einhver að vera heima til að taka á móti sendingunni. Þú færð sms frá Póstinum daginn sem sendingin fer í heimkeyrslu ef þú skráir GSM númerið þitt hjá okkur þegar þú pantar. Ef enginn er heima til að taka við sendingunni þá fer hún beint á næsta pósthús og er þá tilbúin til afhendingar þar morguninn eftir.

Einnig er hægt að sækja vörur í verslun okkar að Nóatúni 17.

4. Vöruskil

14 daga skilaréttur er á öllum vörum í vefverslun, vara þarf að vera óskemmd og með áföstum merkimiðum. 

Vara sem afgreidd er í vefverslun má skila gegn endurgreiðslu sé hún póstlögð innan viku  frá móttöku. Nauðsynlegt er að tilkynna vöruskil á netfangið momo@momo.is Sé vöru skilað gegn endurgreiðslu ber kaupandi allan sendingarkostnað. Að öðrum kosti er hægt að skila vöru í verslun gegn inneignarnótu innan 14 daga frá kaupum. 

Þó er ekki hægt að skipta né skila vörum sem komnar eru í outlet. 

Útsöluvöru fæst ekki skilað en hægt er að skipta útsöluvöru fyrir aðra útsöluvöru. Eftir að útsölu lýkur fæst útsöluvöru ekki skipt.  

5. Lög um varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Verslunarinnar Momo ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

6. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

© MOMO.is - 2015